fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Ingibjörg: „Mjög svekkjandi að stela ekki sigrinum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sigurðardóttir bar fyrirliðaband Íslands í jafnteflinu gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld. Hún var ánægð með endurkomu liðsins en hefði viljað stela sigrinum.

Ísland lenti 0-2 og 1-3 undir en niðurstaðan varð 3-3 jafntefli. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði öll mörk íslenska liðsins, sem var manni fleira síðustu 20 mínútur leiksins.

Fyrri hálfleikur Íslands í kvöld var arfaslakur og var Ingibjörg spurð út í það í viðtali við 433.is eftir leik.

„Við mættum ekki til leiks og vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með. Við vorum á hælunum og samskiptin ekki til staðar. En í seinni hálfleik erum við allt annað lið, sýnum hverjar við erum,“ sagði hún.

„Við vorum alltaf staðráðnar í að koma til baka. Dagný og Áslaug Munda komu rosalega sterkar inn í leikinn sem og aðrir varamenn. Það var mjög jákvætt. Það er mjög svekkjandi að stela ekki sigrinum. Við þurfum að skoða hvernig við getum skorað meira þegar við fáum öll þessi færi,“ sagði hún enn fremur, en ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan staðfestir komu Birnis

Stjarnan staðfestir komu Birnis