fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Svekkjandi jafntefli í afar fjörugum leik gegn Sviss

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. apríl 2025 18:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið tók á móti Sviss í Þjóðadeildinni í dag. Það var spilað á heimavelli Þróttar í Laugardalnum.

Fyrri hálfleikur var afar slakur hjá íslenska liðinu og það var Geraldine Reuteler sem kom gestunum yfir strax í upphafi leiks og Smilla Vallotti tvöfaldaði forskotið eftir að vörn Íslands hafði verið sundurspiluð.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir minnkaði hins vegar muninn með marki úr aukaspyrnu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Óhætt er að segja að markvörður Sviss hefði átt að gera betur í markinu, líkt og sjá má hér neðar.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir afar slysalegt sjálfsmark og forysta Sviss orðin tvö mörk á ný.

Þá var hins vegar komið að Karólínu sem skoraði tvö mörk með skömmu millibili, fullkomnaði þrennuna og jafnaði fyrir Ísland.

Þegar um 20 mínútur voru eftir fékk Reuteler sitt annað gula spjald fyrir dýfu og þar með rautt. Rest leiksins var heilt yfir eign Íslands sem tókst þó ekki að nýta sér liðsmuninn til að finna sigurmarkið. Lokatölur 3-3.

Ísland er með 3 stig í þriðja og næstneðsta sæti riðilsins en Sviss er á botninum með stigi minna. Frakkar eru svo með 9 stig og Noregur 4 í riðli Íslands, en leikur þeirra liða stendur nú yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár