fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Pressan

Trump sagður ætla að halda upp á afmælisdaginn með stærðarinnar sýningu

Pressan
Mánudaginn 7. apríl 2025 19:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. júní næstkomandi mun Donald Trump forseti Bandaríkjanna verða 79 ára gamall. Hann mun ætla að halda upp á tímamótin með stærðarinnar hersýningu sem mun ná hámarki með því að hermenn marseri frá varnarmálaráðuneytinu í Washington til Hvíta hússins, embættisbústaðar forsetans.

Daily Beast greinir frá en svo vill til að bandaríski landherinn var formlega stofnaður á þessum mánaðardegi árið 1775 og verður því 250 ára sama dag og forsetinn verður 79 ára. Mögulega stendur því til að steypa saman hátíðarhöldum vegna þessara mismunandi tímamóta.

Allt virðist þó enn nokkuð óljóst um hversu umfangsmikil sýningin verður og hvaða leið hermennirnir munu nákvæmlega marsera um götur höfuðborgarinnar. Embættismenn borgarinnar og Arlington-sýslu sem er sú næsta við borgina segjast hafa fengið að vita af því sem standi til en öll smáatriði séu enn óljós.

Embættismenn sem vilja ekki láta nafn síns getið segja ljóst að stór hersýning með þátttöku allra deilda hersins og aðkomu ýmissa stofnanna, bæði ríkis og sveitarfélaga, krefjist mikils samstarfs og samhæfingar.

Fá ef nokkur fordæmi

Í síðustu embættistíð Trump hugði hann á sams konar hersýningu þar sem áttu að koma við sögu meðal annars herþotur og skriðdrekar en hætt var við vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar. Hvort kostnaðurinn sé talinn minna vandamál í þetta sinn og þá hvers vegna er óljóst.

Við fljótlega skoðun kemur í ljós að það virðist almennt ekki hingað til hafa verið venjan í Bandaríkjunum að fagna afmæli sitjandi forseta með hersýningu. Hvað þessi fyrirhugaða breyting segir um þróun þjóðfélagsins og lýðræðisins í því ríki skal ósagt látið en hafa ber í huga að ekki virðist hafa verið endanlega staðfest að hin fyrirhugaða hersýning fari fram og þá hversu umfangsmikil til stendur að hún verði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

NFL-deildin sögð hafa verið skotmark fjöldamorðingjans

NFL-deildin sögð hafa verið skotmark fjöldamorðingjans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konan með „stærstu varir í heimi“ — Svona leit hún út fyrir allar aðgerðirnar

Konan með „stærstu varir í heimi“ — Svona leit hún út fyrir allar aðgerðirnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast

Tónlistarkennari og flautuleikari borin þungum sökum – Lét tvær stúlkur undir lögaldri kyssast
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óvænt tíðindi af tungunni

Óvænt tíðindi af tungunni