fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

„Eiginlega skandall“ ef stúkan verður ekki full

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn og þjálfari íslenska kvennalandsliðsins eru vonsviknir að ekki sé orðið uppselt á komandi leik gegn Noregi í Þjóðadeildinni, en hann fer fram á heimavelli Þróttar í Laugardalnum þar sem Laugardagsvöllur er ekki tilbúinn.

„Auðvitað velur fólk algjörlega hvað það gerir. Ég lít samt á það sem mikil vonbrigði. Það eru ekki það mörg sæti hérna á vellinum. Mér finnst eiginlega skandall að það sé ekki orðið uppselt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson um málið á blaðamannafundi í dag.

Ingibjörg Sigurðardóttir verður fyrirliði Íslands í komandi leikjum gegn Noregi og Sviss í fjarveru Glódísar Perlu Viggósdóttir. Hún tók undir orð Þorsteins á fundinum í dag.

„Það eru vonbrigði. Þetta er lítil stúka og við eigum að ná að selja upp á þennan leik á fimm mínútum finnst mér. En þetta er bara staðan og við þurfum að sjá hvað við getum gert til að fá fólk á völlinn og svo þarf fólk að vera tilbúið að styðja okkur. Það gefur okkur ótrúlega mikið að hafa fulla stúku,“ sagði hún.

Miðasala á leikina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivana sást um helgina og er nær óþekkjanleg – Sjáðu breytt útlit hennar

Ivana sást um helgina og er nær óþekkjanleg – Sjáðu breytt útlit hennar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Setja sig í samband við Manchester United

Setja sig í samband við Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid

Arsenal sendir fyrirspurn til Real Madrid
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White

City ætlar að setja allt í botn til að fá Gibbs-White