fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. mars 2025 18:37

Silja Bára R. Ómarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hefur verið kjörin rektor Háskóla Íslands en niðurstöður seinni umferðar rektorskosninga voru kunngjörðar í Hátíðasal skólans í kvöld. Hún hlaut 50,7% greiddra atkvæða í kjörinu og verður tilnefnd í embætti rektors af háskólaráði til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Kjörfundur vegna rektorskosninga stóð frá kl. 9.00 miðvikudaginn 26. mars til kl. 17.00 fimmtudaginn 27. mars og fór kosning fram með rafrænum hætti. Í framboði voru Magnús Karl Magnússon prófessor og Silja Bára R. Ómarsdóttir prófessor.

Kjörskrá og kjörsókn

Sama kjörskrá lá til grundvallar í seinni umferð rektorskjörs og í þeirri fyrri. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, þar af 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Atkvæði greiddu alls 1.543 starfsmenn eða 88,1% á kjörskrá og 5.335 stúdentar eða 41,7% á kjörskrá. Alls greiddu því 6.878 atkvæði og var heildarkosningaþátttaka því 47,3%. Auðir seðlar voru 1,7% af greiddum atkvæðum.

Úrslit rektorskjörs

Atkvæði starfsfólks vógu 70% í kjörinu og atkvæði nemenda 30%.

Þar sem Silja Bára hlaut 50,7 prósent atkvæða hlýtur hún tilnefningu í embætti rektors. Háskólaráð annast tilnefninguna til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og verður hún til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins fimmtudaginn 3. apríl. Það kemur svo í hlut ráðherra að skipa Silju Báru háskólarektor frá 1. júlí 2025 til 30. júní 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist