fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Liverpool skoðar það að láta tvo leikmenn af hendi upp í kaupverðið á Isak

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. mars 2025 08:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool ætlar að vera með í baráttunni um Alexander Isak, framherja Newcastle í sumar, og gæti sent tvo leikmenn á móti upp í kaupverðið á honum.

Isak er einn heitasti framherji heims, en hann er með 23 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni það sem af er.

Hefur hann verið orðaður burt, til að mynda til Arsenal, Barcelona, Paris Saint-Germain og Liverpool.

Nú segir Talksport að Liverpool skoði þann möguleika að reyna að senda varnarmennina Joe Gomez og Jarrel Quansah til Newcastle, upp í kaupverðið á Isak, en hvorugur er í stóru hlutverki á Anfield.

Newcastle hefur áður sýnt leikmönnunum áhuga og sér Liverpool þetta því sem möguleika á borðinu.

Það hefur verið talað um að kaupverðið á Isak sé um 150 milljónir punda fyrir sumarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa