fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Þetta eru algengustu ættarnöfnin á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. mars 2025 18:30

Ættarnöfnum fjölgar sífellt á Íslandi. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nguyen er algengasta ættarnafnið á Íslandi. Blöndal algengast af hefðbundnum íslenskum ættarnöfnum.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóns Gnarr þingmanns Viðreisnar um ættarnöfn. Jón spurði um sundurliðaða lista íslenskra og erlendra nafna en Þjóðskrá heldur ekki utan um hvort nafn sé íslenskt eða erlent.

„Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er umrædd vinnsla ekki fullkomlega nákvæm þar sem ekki er unnt að taka einungis ættarnöfn úr grunni þjóðskrár. Grunnurinn er settur saman úr ættarnöfnum og kenninöfnum sem taka til kenningar til foreldra. Þó má ætla að listinn sé nokkuð nákvæmur,“ segir í svarinu.

Eins og sést á listanum þá er Blöndal algengast af hefðbundnum íslenskum ættarnöfnum. 472 bera það nafn.

Á meðal annarra algengra íslenskra nafna má nefna Hansen, Thorarensen, Thoroddsen og Bergmann.

Langflestir, 615, bera ættarnafnið Nguyen sem er víetnamskt. Dönsk nöfn eins og Andersen, Olsen og Jensen eru algeng. Sem og nöfn af spænskum uppruna á borð við Rodriguez, Garcia, Perez og Gonzalez. Þrátt fyrir mikinn fjölda pólskra innflytjenda komast fá nöfn á blað. Þó má sjá Nowak og Kowalczyk á listanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“

Spekingar deila um sniðgöngumálið – „Þetta er útúrsnúningur“
Fréttir
Í gær

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð

Herþotur sendar frá Keflavík til að leita að rússneskum kafbát sem ógnaði flugmóðurskipi – Stór og óvenjuleg aðgerð