fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Segir að hann hafi litið út eins og hann væri 230 sentímetrar – ,,Algjört skrímsli“

Victor Pálsson
Mánudaginn 24. mars 2025 19:41

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declan Rice, leikmaður enska landsliðsins, hefur tjáð sig um markvörð sem fáir kannast við en hann ber nafnið Rihards Matrevics.

Matrevics var um tíma á mála hjá West Ham ásamt Rice en hann er um tveir metrar á hæð og spilar sem markvörður.

Matrevics er 26 ára gamall í dag og er landsliðsmarkvörður Lettlands sem spilar við England í Þjóðadeildinni.

Rice hafði ekkert nema góða hluti að segja um þennan ágæta mann fyrir leikinn en markvörðurinn er í dag á mála hjá liði Auda í heimalandinu.

,,Ef þið fáið að sjá hann í leiknum, hann er í kringum 230 sentímetra! Hann er svo hávaxinn. Ég er ekki að ljúga, hann er svo, svo hávaxinn,“ sagði Rice og var þar augljóslega að ýkja hæð leikmannsins.

,,Ég man þegar hann kom til West Ham og ég hugsaði með mér að þetta væri algjört skrímsli. Hann talaði ekki mikla ensku en þetta var í raun ótrúlegt.“

,,Hann er svo vingjarnlegur náungi og ég hlakka til að sjá hann á leiknum því það er langt síðan við hittumst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum