fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Þetta hafði Arnar að segja eftir sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 20. mars 2025 22:07

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var að vonum svekktur með tap gegn Kósóvó í kvöld en tekur margt jákvætt úr leiknum.

Arnar tók við í vetur og stýrði Íslandi í fyrsta sinn í 2-1 tapi gegn Kósóvó í kvöld. Um var að ræða fyrri leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar en frammistaða Íslands var ekki sannfærandi.

„Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök. Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður. Við gerðum gott mark í fyrri hálfleik og vorum með ágætis stjórn,“ sagði Arnar við Stöð Sport eftir leik, en Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands eftir flottan undirbúning Ísaks Bergmann Jóhannessonar.

Arnar viðurkennir að hafa ekki verið nógu sáttur við seinni hálfleik, sér í lagi upphaf hans.

„Fyrsta korterið í seinni hálfleik var hörmung. Það var deyfð yfir mönnum. Maður hálfpartinn beið eftir markinu þeirra. Það er svekkjandi að tapa fyrri leiknum en vonandi náum við betri úrslitum á sunnudag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun