fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. mars 2025 08:59

Mynd/Instagram/Karin Bergmann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Björn Kristjánsson, fasteignasali og vaxtaræktarkappi, var gestur í síðasta þætti af Fókus, spjallþætti DV.

Í þættinum fór hann um víðan völl og ræddi meðal annars um samband hans og eiginkonu hans, Guðrúnar Óskar Maríasdóttur, matvælafræðings.

Árni Björn og Guðrún Ósk. Mynd/Karin Bergmann

Í kjölfarið hefur hún fengið fjölda skilaboða frá karlmönnum sem vilja ólmir hitta hana.

Árni og Guðrún hafa verið saman í fimmtán ár og eiga þrjú börn. Í viðtalinu sagði hann frá því að síðasta sumar ákváðu þau að breyta sambandinu og opna fyrir náttúrulegar tengingar við aðra einstaklinga utan þess.

Sjá einnig: Árni og Guðrún setja ekki merkimiða á sambandsformið – „Opin fyrir náttúrulegum tengingum ef þær koma“

„Sjúklega áhugavert að sjá viðbrögðin við podcastinu og sérstaklega hvernig mismunur kynjanna kemur bersýnilega í ljós,“ sagði Árni.

„Ég upplifi að konur hlusti á þetta og hugsi með sér: „Vá hvað Guðrún og Árni eru á fallegri vegferð, flott hjá þeim.“ Meðan gaurar hlusta á þetta og hugsa: „Já ókei, Guðrún er up for grabs, best að senda henni skilaboð og athuga hvort hún sé til í kjéllinn.“

Random gúbbar að senda henni skilaboð.. Hvað er að karlmönnum? Plís hafðu eitthvað smá fram á að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína.“

Árni birti þetta í Story á Instagram og í samtali við DV um málið sagði hann að þetta virðist vera mjög algengt.

„Ég hef rætt við karlmenn sem eru í opnum samböndum um þetta og hvað það er mikið ójafnvægi, það rignir yfir konuna skilaboðum og vinabeiðnum, gaurar einhvern vegin svífast einskis meðan konur eru allt öðruvísi. Þetta er rosalega áhugaverð dýnamík sem enginn spáir í nema að hafa prófað að vera í opnu sambandi,“ segir hann.

Eins og fyrr segir fór Árni um víðan völl í viðtalinu og ræddi einnig um samfélagsmiðla, en hjónin hafa verið að vekja mikla athygli á Instagram, en þau sýna gjarnan það sem aðrir eru ekki vanir að sjá, sem á það til að stuða fólk.

Sjá einnig: Árni Björn:„Við verðum alveg vör við það að fólk er byrjað að slúðra í kringum okkur og finnst þetta skrýtið“

Horfðu á viðtalið við Árna hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki