fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Þessi einkenni geta verið merki um blóðtappa

Pressan
Laugardaginn 22. mars 2025 17:00

Dæmi um blóðtappa í lungum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hugsa ekki út í blóðrásina fyrr en eitthvað fer úrskeiðis. En blóðtappar geta myndast fyrirvaralaust og haft alvarlegar afleiðingar á borð við heilablóðfall, hjartaáfall eða lungnasegarek.

Geta blóðsins til að storkna skiptir sköpum þegar við meiðum okkur og fáum sár. En stundum myndast blóðtappar sem eru ónauðsynlegir. Þeir geta lokað fyrir blóðflæðið til mikilvægra líffæra og valdið alvarlegum heilbrigðisvandamálum.

Einkenni blóðtappa eru mismunandi eftir því hvar í líkamanum þeir myndast. Sum einkenni koma fljótt fram en önnur þróast hægt og rólega dögum og jafnvel vikum saman.

Þegar blóðtappar myndast í bláæðum myndast oft bólgur í húðinni, fólk finnur fyrir sársauka og húðin verður rauðleit og mislit. Svæðið getur verið heitt og sársaukinn versnar yfirleitt við hreyfingu.

Þegar blóðtappi myndast í slagæð getur húðin við svæðið orðið föl og köld og tilfinning í handlegg eða fæti hverfur smám saman. Sumir finna einnig fyrir stingjum, veikleika eða miklum verkjum. Blóðskorturinn getur drepið vefi.

Allir geta fengið blóðtappa en sumir eru í meiri hættu en aðrir. Líkurnar eru meiri hjá þeim sem glíma við sykursýki, of háan blóðþrýsting eða of mikla blóðfitu. Reykingar og kyrrseta auka einnig líkurnar. Konur, sem nota getnaðarvarnarpilluna eða eru barnshafandi, eru einnig í meiri hættu á að fá blóðtappa og það sama á við um eldra fólk og fólk sem hefur ekki getað hreyft sig lengi eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf