fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Arnar fer nánar út í viðbrögð Arons við óvæntri ákvörðun – „Mega vera í fýlu í 5 sekúndur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. mars 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Orri Steinn Óskarsson væri nýr fyrirliði liðsins. Hann segir aðra hafa sýnt þessu skilning.

Hinn tvítugi Orri er framherji Real Sociedad og mun taka við bandinu af Aroni Einar Gunnarssyni sem hefur borið það í mörg ár. Í fjarveru Arons hefur Jóhann Berg Guðmundsson verið fyrirliði.

video
play-sharp-fill

„Ég taldi rétt að fyrirliðinn yrði fulltrúi nýrrar kynslóðar. Mér finnst þeir vera tilbúnir og held þeir hafi viljað fá rödd. Þeir vilja sýna fram á að þeir eru ekki bara töffarar á blaði. Orri er gríðarlega stoltur, ánægður og tilbúinn í þetta,“ sagði Arnar um málið í samtali við 433.is í dag.

Arnar var þá spurður út í viðbrögð annarra, til að mynda Arons, við því að Orri væri nýr fyrirliði landsliðsins.

„Ég ætlast til þess að eldri leikmenn sætti sig við þessa ákvörðun og geri sér grein fyrir að þeir séu enn leiðtogar þó þeir beri ekki armbandið. Innst inni er ekkert gaman að tilkynna leikmönnum sem eru búnir að vera fyriliðar í 200 ár og með yfir 100 landsleiki að þeir séu ekki lengur fyrirliðar.

Eins og ég segi við alla þegar ég segi þeim slæmar fréttir er að þeir mega vera í fýlu í 5 sekúndur og svo bara áfram gakk. Þeir sýndu þroska og skilning. Aron var í þessari sömu stöðu fyrir 10-15 árum þegar hann fékk keflið á svipuðum aldri þannig hann sýndi hvað mestan skilning á þessu,“ sagði Arnar.

Ítarlegt viðtal við hann er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift
Hide picture