fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. mars 2025 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír einstaklingar eru lausir úr haldi lögreglu vegna rannsóknar á andláti karlmanns í gærmorgun. Alls voru átta handteknir vegna málsins, en rannsókn beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. 

Rannsókn málsins er skammt á veg komin og heldur áfram af fullum þunga, eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Skömmu fyrir miðnættið á mánudagskvöld barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hafði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Lögregla hóf þegar eftirgrennslan og beindist grunur lögreglu fljótt að því að vera kynni um frelsissviptingu að ræða. Maðurinn fannst snemma í gærmorgun utan dyra við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann var þungt haldinn og lést skömmu eftir komu á slysadeild. 

Tekin verður ákvörðun síðar í dag um hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir hinum handteknu. 

Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en líkt og áður hefur verið greint frá hafa lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra einnig komið að henni. 

Vegna rannsóknarhagsmuna verða frekari upplýsingar ekki veittar að svo stöddu, segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.

Sjá einnig: Manndrápsmálið: Þekktur ofbeldismaður meðal hinna handteknu – Tálbeituhópar tengjast málinu

Sjá einnig: Manndrápsmálið: Hinn látni var karlmaður á sjötugsaldri – Líkið fannst í Gufunesi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni