fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Sex mistök sem notendur þyngdartapslyfja gera

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 8. mars 2025 22:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fá lyf hafa vakið jafn mikinn áhuga og umtal og hin nýju þyngdartapslyf. Hafa þau hjálpað fólki að missa mikla líkamsþyngd á stuttum tíma. Það er hins vegar hægt að klúðra meðferðinni, jafn vel þannig að hún verði skaðleg.

Donald Grant, heimilislæknir hjá apótekinu The Independent Pharmacy í Bretlandi, bendir á 6 algengustu mistökin sem notendur ozempic, wegovy, saxenda og fleiri skyldra lyfja gera. Um það er fjallað í blaðinu The Daily Mail.

 

Nota of mikið of hratt

Grant segir fólk vilja byrja lyfjatökuna of bratt. Notendur Wegovy og Mounjaro byrja vanalega á 0,25 milligramma sprautum fyrstu fjórar vikurnar áður en þeir auka við skammtinn. Bendir hann á að aukinn skammtur í byrjun þýði ekki endilega hraðara þyngdartap. Þetta geti líka aukið líkurnar á aukaverkunum. Ávallt eigi að fylgja leiðbeiningum um notkun.

 

Taka lyf án lyfseðils eða ljúga að læknum

Í Bretlandi gerist það æ oftar að fólk, einkum konur, þurfi að fara á spítala vegna notkunar þyngdartapslyfja af óþörfu. Meðal annars vegna þess að fólk hefur logið að læknum til að fá uppáskrift. Því fylgir mikil áhætta að taka lyfin án lyfseðils, sérstaklega þegar um er að ræða lyf frá ólöglegum sölustöðum.

 

Borða hvað sem er

Mörgum notendum finnst eins og þeir hafi frjálst spil til að borða hvað sem þeir vilja. Það er ekki svo. En ef notendur borða til dæmis mikinn sykur getur það valdið truflunum á sykurbúskapnum sem getur leitt til aukinnar matarlystar, bjúgs og þreytu. Grant mælir með því að fólk borði fjölbreytta fæðu og hugi vel að próteini, trefjum og öðrum næringarefnum.

 

Drekka ekki nógu mikið

Grant segir mikilvægt að notendur lyfjanna drekki mikið vatn samfara meðferð. Ofþornun getur aukið aukaverkanir lyfjanna, sérstaklega í upphafi meðferðar. Vatnsbúskapurinn skiptir einnig miklu máli við þyngdartap óháð notkun lyfja.

 

Segja ekki frá aukaverkunum

Notendur lyfjanna eiga ekki að fela aukaverkanir sínar fyrir læknum. Læknar geta aðstoðað fólk varðandi aukaverkanirnar til þess að bæta líðan. Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, svimi og þreyta. Óalgengari eru magaverkir og öndunarerfiðleikar. Mælir Grant með því að láta lækni strax vita af aukaverkunum.

 

Sleppa skömmtum

Að sleppa úr skammti getur hamlað meðferðinni og þar af leiðandi truflað fólk við að ná þyngdartapsmarkmiðum sínum. Notendur þurfa því að hugsa langt fram í tímann, meðal annars hvað varðar kostnað við meðferðina, áður en hún hefst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“