fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Þetta eru ummæli Slot sem leiddu til banns og 12 milljóna króna sektar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. mars 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnusabandið hefur opinberað hvað Arne Slot, stjóri Liverpool, sagði við dómarann Michael Oliver eftir jafntefli gegn Everton á dögunum sem varð til þess að honum var hent í tveggja leikja bann á Englandi.

Endir leiksins var dramatískur, Everton skoraði jöfnunarmark í lokin og mikil slagsmál brutust svo út. Slot var brjálaður eftir leik og gaf Michael Oliver honum rautt spjald í kjölfarið.

Slot stýrði svo Liverpool gegn Wolves, Aston Villa og Manchester City á meðan enska knattspyrnusambandið tók sér tíma í að ákveða örlög hans. Hann var svo dæmdur í tveggja leikja bann, missti af síðasta leik gegn Newcastle og næsta leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Southtampton einnig. Þá fékk hollenski stjórinn 70 þúsund punda sekt.

Á meðal þess sem Slot á að hafa sagt við Oliver samkvæmt skýrslu knattspyrnusambandsins er: „Ég vona að þú sért stoltur af þessari frammistöðu.“

Slot sagði einnig: „Ef við vinnum ekki deildina mun ég fokking kenna þér um það.“ Talaði hann þá um að dómgæslan hafi verið hneyksli og að allt hafi fallið með Everton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026