fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Telur að Kompany henti Bayern betur en Guardiola

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. mars 2025 18:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Philipp Lahm, goðsögn Bayern Munchen, er ekki sannfærður um það að félagið eigi að leita til Pep Guardiola í annað sinn í sumar.

Guardiola var stjóri Bayern á sínum tíma áður en hann hélt til Manchester City en í dag er Vincent Kompany, fyrrum fyrirliði Spánverjans hjá City, við stjórnvölin á Allianz Arena.

Það er ekki víst að Kompany fái að halda starfi sínu eftir sumarið en Lahm hvetur stjórn liðsins til að sýna Belganum trú þar sem hann gefur leikmönnum liðsins meira frelsi en Guardiola myndi nokkurn tímann gera.

,,Það er mjög augljóst að Kompany fær mikinn innblástur frá Guardiola sem kom eins og stormsveipur inn í nútíma fótbolta,“ sagði Lahm.

,,Guardiola tekur eftir hverju einasta smáatriði á æfingum og hann er heltekinn af öllum sviðum leiksins.“

,,Kompany er ekki annar Guardiola, allir lærisveinar fara sína eigin leið. Hann vill halda boltanum og stjórna leikjunum.“

,,Það er hins vegar útlit fyrir það að hann sé maður sem gefur leikmönnum sínum meira frelsi en Guardiola.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning

Staðfesta kaup á íslenska landsliðsmanninum – Kristian gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Í gær

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“