fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Fréttamaður RÚV líkir Íslendingnum unga við DiCaprio í sögulegri senu – „Eitt það nettasta í langan tíma“

433
Laugardaginn 1. mars 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti Íþróttavikunnar, sem kemur út alla föstudaga á 433.is.

Það var að sjálfsögðu rætt um allar helstu fréttir vikunnar, þar á meðal þau tíðindi að Kjartan Kári Halldórsson hafi hafnað val og ákveðið að vera áfram hjá FH, eins og hann sagði í samtali við Fótbolta.net.

video
play-sharp-fill

Kjartan er lykilmaður FH og hefur verið orðaður við Val og Víking í vetur.

„Mér finnst þetta eitt það nettasta sem leikmaður hefur gert í langan tíma,“ sagði Jóhann um málið í þættinum.

Hrafnkell sagði að FH-ingar ættu ekki að fagna of snemma, Víkingur geti enn komið og bankað.

„Mig grunar að Víkingar hafi komið inn í þetta á einhverjum tímapunkti og sagt við hann að ef þeir selji Ara (Sigurpálsson) þá tökum við þig. Þá eðlilega er hann til í að bíða. En að segjast núna ætla að vera áfram í FH og fara svo mánuði seinna í Víking væri samt smá skrýtið,“ sagði Hrafnkell.

Mynd: FH

Jóhann tók til máls á ný og telur hann að Kjartan hafi einfaldlega verið að staðfesta að hann yrði áfram í Hafnarfirði. Vitnaði hann í setningu Leonardo Di Caprio sem Jordan Belfort í myndinni Wolf of Wall Street.

„Hann tók bara: „I’m not fucking leaving.“ Hann spilar allar mínútur með FH, er sennilega á föstum leikatriðum og jafnvel vítum líka. Það er ákveðin vissa í því á meðan ef þú ferð í Val, er möguleiki á að Tryggvi Hrafn Haraldsson komi inn á fyrir mig eftir 60 mínútur eða ég fyrir hann?“ sagði Jóhann.

„Leikur FH snýst um hann. Það er langbesta leiðin ef þú ætlar að láta taka eftir þér og fara aftur út,“ sagði Hrafnkell að endingu um málið.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM

Þetta er upphæðin sem Real Madrid ætlar að bjóða Liverpool til að fá Trent með á HM
433Sport
Í gær

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins

Chelsea hafnaði tilboði frá Arsenal í markvörð félagsins
433Sport
Í gær

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“

Skellir fram mjög óvæntu nafni sem hann vill sjá í næsta landsliðshópi Arnars – „Þú skalt segja mér þá hverjir eru að gera betur“
Hide picture