fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Víkingur lánar einn sinn efnilegasta leikmann á Ísafjörð

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. febrúar 2025 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings, Vestri og Daði Berg Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Daði Berg leiki með Vestra á komandi tímabili í Bestu Deildinni.

Daði er fæddur árið 2006 og hefur leikið 15 leiki fyrir meistaraflokk og skorað í þeim 3 mörk. Hann hefur einnig leikið 6 leiki fyrir U-19 landslið Íslands og skorað í þeim 2 mörk.

„Daði er klárlega framtíðarleikmaður hjá Víking en aðalmálið núna er að hann spili á hæsta stigi leiksins sem hann er svo sannarlega tilbúinn í. Við erum með gríðarlega sterka miðju í á þessu tímabli og hann myndi alltaf fá spiltíma en það mikilvægasta fyrir Daða á þessum tímapunkti er að hann spili alla leiki,“ segir Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi.

„Vestri sýndi mikinn áhuga á að fá hann á láni og teljum við að reynslan sem Daði fær fyrir vestan í sumar verði bæði honum og Víking dýrmæt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær

Leikmaður United opnar sig um hvernig liðið nýtti sér þessa veikleika Liverpool í gær
433Sport
Fyrir 2 dögum

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“

Umræða sem þjálfarar þurfa að venjast – „Annað hvort erum við bestir í heimi eða kunnum ekki neitt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda

Freyr þurfti að breyta til svo hann fengi ekki þennan stimpil á sig – Hafði ítrekað verið boðið að slökkva elda