fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Van Dijk um framtíðina: ,,Ég veit ekki hvar ég mun spila“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. febrúar 2025 20:19

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt það að hann gæti verið á förum frá félaginu fyrir næstu leiktíð.

Van Dijk verður samningslaus í sumar en hann hefur verið orðaður við þónokkur félög eftir virkilega góða frammistöðu á Anfield undanfarin ár.

Hollendingurinn er sjálfur rólegur yfir stöðunni en hann tjáði sig fyrir leik gegn Manchester City sem fer fram í dag.

,,Á næstu mánuðum þá þurfum við að gefa allt í verkefnið. Við erum enn á lífi í þremur keppnum og það er markmiðið sem ég er með. Ég er með mjög stór markmið þegar kemur að því,“ sagði Van Dijk.

,,Því miður þá get ég ekki talað um mín samskipti við félagið. Við höfum rætt saman í dágóðan tíma og það eina sem ég get sagt er að ég elska þetta félag. Ég er mjög rólegur.“

,,Svo lengi sem ég er rólegur þá geta stuðningsmenn verið rólegir. Ef það koma einhverjar fréttir þá fáið þið að heyra af þeim. Eins og er þá veit ég ekki hvar ég mun spila á næstu leiktíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“

Hatar Liverpool en skemmti sér með stjóranum í sumar: ,,Maður þarf að sýna virðingu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið

Amorim viðurkennir erfiðleika í samningaviðræðum við undrabarnið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“

Tekist á um val RÚV – „Það er ástæða fyrir því að Gísli Marteinn er aldrei færður“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum