fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Dæmdur fyrir kynferðislega áreitni en sleppur við fangelsi – „Þetta var yfirmaður minn að kyssa mig“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Rubiales fyrrum formaður spænska knattspyrnusambandsins hefur verið dæmdur fyrir kynferðislega áreitni og þarf að borga sekt.

Rubiales sleppur hins vegar við fangelsi en málið tengist atviki sem gerðist eftir HM 2023 þar sem Spánn varð heimsmeistari kvenna.

Hermoso í réttarsal.

Hinn umdeildi Rubiales var mikið í heimspressunni eftir málið eftir að hafa kysst Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, eftir að liðið tryggði sér sigur í mótinu.

Hegðun formannsins kom Hermoso í opna skjöldu og lagði hún fram kæru í málinu. Fyrir dómi sagði Rubiales að hann hefði ekki gert neitt rangt, þarna hafi vinir verið að fagna sigri.

„Ég heyrði ekkert, næsta sem ég vissi var að hann greip um eyrun mín og kyssti mig á munninn,“ sagi Hermoso um málið fyrir dómi.

Kossinn sem kostaði Rubiales starfið.

„Þetta var verulega óviðeigandi og ég var í áfalli eftir þetta. Þetta á aldrei að gerast á neinum stað, þetta var yfirmaður minn að kyssa mig.“

„Það kyssir mig engin á munninn nema ég ákveði það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum