fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Hrækti og skallaði við bráðamóttökuna

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona hefur verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að skalla og hrækja á lögreglumenn við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi.

Átti þetta sér stað aðfaranótt sunnudags árið 2023. Hrækti konan í andlit eins lögreglumanns og lenti hrákinn í auga hans. Annan lögreglumann skallaði konan í andlitið og hlaut hann högg á nef og kinnbein.

Konan játaði skýlaust. Hún hefur áður komist í kast við laganna verði en árið 2018 hlaut hún sekt á Spáni vegna óhlýðni og mótþróa gagnvart yfirvöldum. Við meðferð málsins fyrir dómi lýsti konan yfir iðrun og sagðist hafa leitað sér aðstoðar.

Það var metið henni til refsilækkunar að um 18 mánuðir eru liðnir frá broti hennar og segir í dómnum að henni verði ekki kennt um þann drátt sem hefði orðið á meðferð málsins.

Því þótti hæfilegt að dæma konuna í 60 daga skilorðsbundið fangelsi en refsingin fellur niður eftir tvö ár haldi konan skilorðið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum

Móðir glímir við varanlegan skaða eftir mistök í fæðingu á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september

Amnesty lýsir yfir áhyggjum af máli Anítu sem hefur setið gæsluvarðhaldi síðan í byrjun september
Fréttir
Í gær

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári
Fréttir
Í gær

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn
Fréttir
Í gær

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Í gær

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“