fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Frægur þjálfari lætur fitness áhrifavalda heyra það – „Ég vil ekki sjá rassinn þinn“

Fókus
Föstudaginn 14. febrúar 2025 11:29

Kayla Itsines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski þjálfarinn og fitnessáhrifavaldurinn Kayla Itsines fer hörðum orðum um stöðuna á bransanum og segir að aðrar konur í hennar starfsstétt séu að deila of kynferðislegu efni. Hún nefnir sérstaklega myndefni þar sem rassinn er í aðalhlutverki og myndavélinni þannig stillt að rassinn fái alla athyglina, frekar en að æfingin sem áhrifavaldurinn er að framkvæma.

Kayla tjáði sig um þetta á TikTok í gær og hefur gagnrýni hennar vakið mikla athygli og taka margir undir með henni.

Kayla er með um 16 milljónir fylgjenda á Instagram og hefur verið viðloðin bransann um árabil. Hún er einn af stofnendum vinsæla fitness smáforritsins SWEAT.

Hún sagði að hún skilur alveg að „rassa æfingar“ fá mörg „likes“ og athugasemdir frá netverjum, þá vil hún ekki að börnin hennar sjái það þar sem hún er að reyna að vera gott fordæmi. Kayla á tvö börn.

Mynd/Instagram

„Mér væri örugglega alveg sama ef ég ætti ekki börn. Ég myndi bara segja: „You do you, boo.“ En ég er hætt að fylgja þér því ég vil ekki sjá þetta. Ég vil ekki sjá rassinn þinn, en gerð þú það sem þú vilt gera. En ég á dóttur og ég er að reyna að vera góð fyrirmynd. Ég drekk ekki, nota ekki fíkniefni, reyki ekki og birti ekki kynferðislegt myndefni.“

En þrátt fyrir það segir Kayla baráttuna erfiða þar sem slíkt efni er „út um allt.“

„Ég er að skrolla og dóttir mín situr við hliðina á mér og ég er bara: „Guð minn góður, ég vil ekki að þú sjáir aðrar stelpur frá þessu sjónarhorni.“ Þetta er bara ekki eitthvað sem ég vil sjá.““

@kayla_itsines…..respectfully♬ original sound – Kayla Itsines

Fylgjendur Kaylu tóku undir með henni og sögðu að sum þessara myndbanda jaðri við að vera klám.

„Ég er svo ánægð að einhver er loksins að tala um að það sé búið að kyngera fitness iðnaðinn svona svakalega,“ sagði ein kona.

„Fitness iðnaðurinn í dag er eins og klám,“ sagði önnur.

Mæður tóku undir með Kaylu. „Takk fyrir að segja þetta, ég hef áhyggjur fyrir hönd dætra minna,“ sagði ein.

„Gæti ekki verið meira sammála, sérstaklega sem foreldri,“ sagði önnur.

@kayla_itsinesI’m scared

♬ original sound – Kayla Itsines

Sumir netverjar sögðu Kaylu vera hræsnara og að hún væri sjálf sek um að birta slíkt myndefni í gegnum árin.

„Já, það er búið að kyngera fitness iðnaðinn, en hverjum er það að kenna? Lokaðu betur á þetta í símanum fyrir krakkann og hættu að ásaka aðrar konur,“ sagði ein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“