fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Piers Morgan öskuillur – „Þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 14:00

Piers Morgan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Piers Morgan hafi verið pirraður eftir tap Arsenal í enska deildabikarnum í gær.

Morgan er blóðheitur stuðningsmaður Arsenal og lætur sig mál félagsins mikið varða. Skytturnar töpuðu seinni leik sínum í undanúrslitum deildabikarsins gegn Newcastle í gær 2-0, samanlagt 4-0.

Morgan hefur mikið talað fyrir því að Arsenal eigi að sækja alvöru framherja, það þurfi til að vinna stóru titlana.

Það var hins vegar ekki gert í janúar og hefur Mikel Arteta, stjóri liðsins, sjálfur lýst yfir vonbrigðum með það.

„Arteta á þetta skilið. Hann þarf að hætta að koma með afsakanir og taka ábyrgð á því að enginn framherji hafi verið keyptur,“ sagði Morgan hins vegar á samfélagsmiðlum eftir leikinn í gær.

„Þessi ákvörðun þýðir að enn og aftur vinnum við ekki bikar á þessu tímabili,“ sagði hann enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur