fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Tuchel skoðar það að taka ungstirni Arsenal inn í hópinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 21:30

Thomas Tuchel / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Tuchel, nýr landsliðsþjálfari Englands, skoðar það að fara að taka Myles Lewis-Skelly inn í leikmannahóp sinn samkvæmt The Times.

Lewis-Skelly, sem er aðeins 18 ára gamall, hefur heldur betur sprungið út í vinstri bakverðinum hjá Arsenal á leiktíðinni. Skoraði hann til að mynda um helgina í 5-1 sigri liðsins á Manchester City.

Getty Images

Hefur vinstri bakvarðastaðan einmitt verið til vandræða í enska landsliðinu undanfarið og eðlilega horfa Tuchel og hans teymi hjá enska landsliðinu á Lewis-Skelly.

Tuchel er þó sagður hikandi með að taka kappann inn vegna aldurs hans og skort á reynslu. Hann hefur ekki enn spilað fyrir U-21 árs landsliðið. Þó kemur fram að verið sé að fylgjast mjög náið með honum.

Það er því ekki útilokað að Lewis-Skelly verði í enska hópnum sem mætir Albaníu og Lettlandi í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað