fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

433
Mánudaginn 3. febrúar 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli þegar í ljós kom að Björn Berg Bryde væri hættur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla. Björn hætti nú í upphafi árs en svo virðist sem eitthvað mikið hafi gengið á.

Björn hafði í rúmt ár aðstoðað Jökul Elísabetarson í Garðabænum en hefur látið af störfum, hvorki Björn né Stjarnan hafa kosið að ræða þessi tíðindi og kjaftasögurnar grassera.

Ein af þessum kjaftasögum kom til umræðu í útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina. „Hafið þið heyrt eitthvað um það, mér var sagt að þetta væri í fússi en ég hitti hann og hann spáir þeim Íslandsmeistaratitlinum,“ sagði Tómas Þór Þórðarson starfsmaður Sjálfstæðisflokksins og íþróttafréttamaður.

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net tók þá til máls og kastaði fram sögu. „Ég get hent fram kjaftasögu, því þeir vilja ekki tjá sig um hvað gerðist eða hvernig þetta var. Það sem ég heyrði að hann hefði pantað sér ferð með konunni erlendis og á undirbúningstímabili, það fór illa í Jökul,“ sagði Elvar Geir.

„Þetta var bara við eða ferðin, þetta er sagan sem er að ganga. Þessi saga gæti verið kjaftæði en ég fæ ekki samviskubit með að fara með hana í loftið því þeir vilja ekkert segja okkur,“ sagði Elvar Einnig.

Tómas Þór segir þetta hefð í Garðabænum að láta kjaftasögur fljúga og ekki segja neitt einasta orð. „Stjörnumenn eru meistarar í að láta sögusagnir grassera um sig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall

Fyrrum undrabarn leggur skóna á hilluna 28 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum

Þarf að bíða með að fá starfið sem hann hefur beðið eftir – Allt í rugli hjá eigandanum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi sagður vera á förum

Messi sagður vera á förum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea

Arsenal staðfestir kaupin á Kepa frá Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði

Hvernig stillir Þorsteinn upp á morgun? – Þrjár útgáfur af mögulegu byrjunarliði