fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Sigurður ómyrkur í máli um stöðuna í Hafnarfirði – „Það böggar mig bara ógeðslega mikið“

433
Laugardaginn 1. febrúar 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Gísli Bond Snorrason mætti til Helga Fannars og Hrafnkels Freys í nýjasta þátt Íþróttavikunnar á 433.is. Besta deild karla var í fyrirrúmi.

Það var til að mynda rætt um stöðu mála hjá FH, en Sigurður er stuðningsmaður og fyrrum leikmaður liðsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um fjárhagsvandræði FH í vetur og alls óvíst hvernig leikmannahópurinn mun líta út á næstu leiktíð.

video
play-sharp-fill

„Ég er ekki búinn að vera spenntur fyrir þessu FH liði lengi og það er ekkert að breytast. Þetta er ekki sama FH-liðið og ég ólst upp við og það böggar mig bara ógeðslega mikið,“ sagði Sigurður, en FH hafnaði í sjötta sæti deildarinnar í fyrra.

„Besta niðurstaðan fyrir FH eins og staðan er í dag er að enda í efri hlutanum,“ skaut Helgi þá inn í áður en Hrafnkell tók til máls.

„Þeir hafa komið inn á það að þeir eru bara að byggja þetta upp á nýtt. Það er því miður staðan. Hendur þeirra hafa verið bundnar peningalega séð lengi,“ sagði hann.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi
Hide picture