fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni.”

Þetta segir Ole Anton Bieltvedt, samfélagsrýnir og pistlahöfundur, um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, í aðsendri grein á Vísi.

Ole Anton gerir þar styrkjamálið svokallaða að umtalsefni en eins og komið hefur fram fékk flokkurinn 240 milljónir króna í styrki undanfarin þrjú ár án þess að uppfylla lagaskilyrði um fjárstuðning hins opinbera við stjórnmálaflokka. Síðar kom á daginn að fleiri flokkar voru í svipuðum sporum.

Ole Anton Bieltvedt.

Í grein sinni segir Ole að hann hafi tekið eftir einu í viðtölum beggja sjónvarpsstöðvanna við Ingu og segir að að hún brugðist við af „full miklum sjálfbirgingshætti“ eins og hann orðar það.

„Sagði, að flokkurinn væri þá bara gjaldþrota. Eins og það væri ekkert mál. Gjaldþrot stjórnmálaflokks, stjórnarflokks, er auðvitað stórmál. Væri skandall. Það er mál til komið, að Inga fari að gæta síns tungutaks. Derringur er sjaldnast af hinu góða, og, þegar fólk er komið í háa valdastöðu, spilar verulega rullu í þjóðfélaginu, verður það að reyna að halda sér á mottunni,“ segir hann.

Segir hann að meiri bragur hefði verið að því ef Inga hefði orðað hlutina öðruvísi.

„Það, sem er efnislega rétt í þessu máli, og það, sem Inga hefði átt að segja, er, að auðvitað sé Flokkur fólksins stjórnmálaflokkur, hvernig gæti hann verið á þingi með 10 þingmenn og með 3 ráðherra, ef hann væri ekki stjórnmálaflokkur, og, að þessir ríkisstyrkir væru einmitt ætlaðir stjórnmálaflokkum. Þetta væri því í grunninn allt rétt. Það eina, sem vantaði upp á þennan styrkjafrágang, væri smávægileg leiðrétting á formi skráningar,“ segir hann.

Bætir Ole við að Inga hefði einnig getað bætt því að auðvitað hefði fjármálaráðuneytið, ekki borgað út styrkina, hvorki til Flokks fólksins né annarra flokka, nema þeir í eðli sínu uppfylltu grunnskilyrði um að vera stjórnmálaflokkur. Þar með hefði málið verið frá.

„Inga okkar blessunin, með sitt stóra hjarta fyrir menn og málleysingja – hún er líka klár á margan hátt, væri varla þar, sem hún er, ella – verður, alla vega svo lengi sem hún er ráðherra, að temja sér hófstillingu í tali og framkomu og alveg sérstaklega það, að hugsa vel áður en hún talar og/eða framkvæmir,“ segir Ole sem endar grein sína á þessum orðum:

„Óvarlegt tal og framkoma, svo að ekki sé talað um derring, líka á öðrum og persónulegri nótum, gætu ekki aðeins komið Ingu og Flokki fólksins, heldur líka báðum hinum ríkisstjórnarflokkunum, stjórn landsins, í bobba, jafnvel allsherjar þrot.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Í gær

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur til OK

Vilhjálmur til OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg

Sauðdrukkinn jarðýtustjóri dæmdur – Sagðist hafa klárað lítraflösku af vodka í einum teyg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“

Segir að svona sé stjórnarandstaðan að ljúga að landsmönnum – „Þetta er ósatt. Þvæla“