fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Segir að Bonnie blue og Ollie séu enn þá saman – „Ég er með innherja skúbb“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 22:00

Ekki er allt sem það sýnist. Skjáskot/TikTok/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldur að nafni Samantha Cartwright segir að klámmyndastjarnan Bonnie Blue og eiginmaður hennar séu enn þá saman og hamingjusöm þrátt fyrir að hún hafi sængað hjá þúsund mönnum í einni beit. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa sagt þau í skilnaðarferli.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Cartwright er áhrifavaldur á samfélagsmiðlinum TikTok og er þar með 270 þúsund fylgjendur. Segist hún vera með upplýsingar frá fyrstu hendi um að Bonnie Blue, sem heitir réttu nafni Tia Billinger, og eiginmaður hennar, Ollie Davidson séu enn þá saman.

Bonnie og Ollie hafa verið saman í áratug, frá því að hún var 15 ára gömul og hann 17 ára. Árið 2022 giftu þau sig í borginni Gold Coast í Ástralíu þar sem þau bjuggu á þeim tíma.

Einka reikningurinn

Bonnie hefur sagt að það hafi verið Ollie sem hvatti hana til þess að taka upp myndbönd af sér til að sýna á netinu en hún hafi haft efasemdir um það. Atriðin urðu sífellt grófari og hámarkinu var sennilega náð þegar Bonnie sængaði hjá rúmlega þúsund karlmönnum í einni beit, sem er heimsmet. Eftir það sögðu breskir miðlar að Ollie væri mjög reiður og að þau hjónakornin væru í skilnaðarferli.

Svo virðist ekki vera. Að minnsta kosti ef marka má innanbúðarupplýsingar Samönthu Cartwright.

Sjá einnig:

Eiginmaður Bonnie Blue reiður eftir að hún svaf hjá þúsund mönnum – „Við vorkennum honum öll“

„Ég er með innherja skúbb um Bonnie Blue og eiginmann hennar,“ sagði Samantha. „Fyrir nokkrum dögum sögðu öll blöðin frá því að Bonnie Blue og eiginmaður hennar hefðu hætt saman, eða réttara sagt að hann hefði sparkað henni. Einstaklngur sem þekkir hana og er vinur hennar á hennar einka Facebook reikningi sagði að þau eru svo sannarlega enn þá saman.“

Sleikja sólina á Kýpur

Á þeim reikningi sé hægt meðal annars að sjá ljósmyndir af Bonnie og Ollie að sleikja sólina í fríi á Kýpur. Einnig hafi systir hennar tekið ljósmyndir af þeim þremur í flugvél á leiðinni til Bandaríkjanna. Ollie haldi áfram að vinna fyrir Bonnie og systir hennar hafi hætt í vinnunni sinni til þess að gerast persónulegur aðstoðarmaður hennar.

Cartwright hefur áður lýst yfir efasemdum um að Bonnie Blue hafi sagt satt frá „afreki“ sínu að sænga hjá rúmlega þúsund mönnum á 12 tímum. Segir hún að þetta snúist allt saman um almannatengsl og að halda nafni sínu í blöðunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“

„Oftar en ekki eru þetta brotnar litlar sálir sem eru stöðugt í gremju“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““