fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

United og Lecce nálgast samkomulag – Þetta verður kaupverðið á Dorgu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick Dorgu virðist færast nær því að ganga í raðir Manchester United frá ítalska liðinu Lecce.

Dorgu er tvítugur og getur einnig spilað á köntunum. Hann vill ólmur fara til United og vill Ruben Amorim fá hann til að spila stöðu vinstri vængbakvarðar í kerfi sínu á Old Trafford.

Það hefur verið talað um að Lecce vilji 40 milljónir evra fyrir Danann unga en samkvæmt Fabrizio Romano nálgast félögin samkomulag um kaupverð upp á 36-37 milljónir evra. Viðræður standa nú yfir.

Sjálfur hefur Dorgu samþykkt samningstilboð United. Mun hann skrifa undir fimm ára samning ef skiptin ganga í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur