fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Víkingi refsað enn á ný – Sektin hækkar vegna breytinga á ákvæði

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. janúar 2025 13:08

Stígur Diljan er í hópnum. Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur hlaut enn og aftur sekt frá KSÍ fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni í Reykjavíkurmótinu. Sektin hækkar nú frá því í síðasta leik.

Víkingur vann Leikni 3-2 í lokaleik liðanna í Reykjavíkurmótinu um helgina en Leikni verður dæmdur 3-0 sigur þar sem Víkingur heldur áfram að nota Stíg Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir félagsins í vetur frá Triestina á Ítalíu, en hann er ekki kominn með leikheimild. Þetta er í þriðja sinn sem félagið teflir viljandi fram ólöglegum leikmanni og fær því dæmt tap sem og peningarefsingu eins og í hin tvö skiptin.

Í þetta sinn er sektin þó 120 þúsund krónur en ekki 60 þúsund eins og í hin tvö skiptin. Ástæðan er sú að Knattspyrnuráð Reykjavíkur, sem heldur utan um Reykjavíkurmótið, ákvað að fylgja sömu reglum og eru í gildi í Lengjubikarnum er snýr að sektarákvæðum. KSÍ breytti sektarákvæðum í þeirri keppni í síðustu viku, en þetta segir Birkir Sveinsson mótastjóri sambandsins í samtali við 433.is.

Víkingur hefur því greitt 240 þúsund krónur fyrir að nota Stíg Diljan í Reykjavíkurmótinu í ár.

Af vef KSÍ:

Í leik Víkings R. og Leiknis R., í Reykjavíkurmóti karla, sem fram fór þann 25. janúar tefldi lið Víkings R. fram ólöglegum leikmanni.

Stígur Diljan Þórðarson spilaði með Víking R. í leiknum en var skráður í lið erlendis. Af þessum sökum hefur Víkingur R. verið sektað um 120.000 krónur. Úrslitum leiksins er breytt í 3-0 Leikni R. í vil.

Úr ábendingum sem sendar voru til þátttakenda í Reykjavíkurmóti meistaraflokks:
Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út. Viðkomandi félög verða sektuð samkvæmt reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni .

Samkvæmt reglum KSÍ um Deildarbikarkeppni segir í grein 10.1:
Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi og tekur þátt í leiknum. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð kr. 100.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Í gær

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni