fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Enn ein U-beygjan í hinu stormasama sambandi – Hætti við að fljúga til eiginmannsins og ástæðurnar eru þessar

433
Mánudaginn 27. janúar 2025 08:30

Walker og Kilner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker gekk í raðir AC Milan á láni frá Manchester City á dögunum og ætlaði eiginkona hans, Annie Kilner, að elta hann en ekkert varð úr.

Mikið hefur verið fjallað um einkalíf hins 34 ára gamla Walker. Talið er að stór ástæða þess að hann yfirgefi City eftir hátt í átta ár hjá félaginu og fari til Ítalíu sé til að reyna að bjarga hjónabandi sínu. Sé þetta einnig gert með börn hans og Kilner í huga.

Kilner er þó ekki enn farin með Walker til Ítalíu og spilar þar fleira en eitt inn í. „Annie átti að fara á föstudag en stormurinn Eowyn varð til þess að því var frestað fram á laugardag. Svo hófst rifrildi vegna Lauryn og áætlana hennar. Þá tók Annie U-beygju,“ segir heimildamaður breska blaðsins The Sun.

Á hann þar við Lauryn Goodman, sem er fyrrum hjákona Walker. Á hún tvö börn með knattspyrnumanninum. Er það ástæða fyrir vandræðunum í hjónabandinu og að Kilner hafi í ágúst óskað þess að skilja við Walker. Sögusagnir fóru af stað á dögunum um að Goodman væri að íhuga að flytja til Ítalíu einnig. Það er þó ekki talið að fótur sé fyrir þeim.

Kilner er þá sögð mjög ósátt við Walker nú vegna þess að hann ákvað að fljúga nokkrum vinum sínum til Ítalíu á undan henni.

„Annie býst samt við því að fara til hans og reyna að halda hjónabandinu gangandi. En það eru enn allar líkur á að þau skilji,“ segir heimildamaðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift