fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433

Ótrúlegur leikur í París og City í verulegum vandræðum – Óvænt tap Bayern en þægilegt hjá Arsenal og Real Madrid

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 22:08

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu og er 7. umferð deildarkeppninnar þar með lokið.

Það var stórleikur í París á milli liða sem hafa verið í brasi í keppninni í ár, PSG og Manchester City. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en mikið fjör var í þeim seinni. Jack Grealish og Erling Braut Haaland komu City í 0-2 með mörkum snemma í seinni hálfleik. Heimamenn svöruðu hins vegar um hæl með mörkum Ousmane Dembele og Bradley Barcola. Hinn ungi Joao Neves skoraði svo þriðja markið á 79. mínútu áður en Goncalo Ramos innsiglaði 4-2 sigur í lokin.

City er þar með í 25. sæti, utan sæti í umspili fyrir lokaumferð deildarkeppninnar og þarf nauðsynlega á sigri að halda gegn Club Brugge í lokaumferðinni. PSG rétt kemst í umspilið sem stendur.

Arsenal vann þá afar þægilegan 3-0 sigur á Dinamo Zagreb. Declan Rice kom liðinu yfir snemma leik og Kai Havertz tvöfaldaði forsytuna um miðjan seinni hálfleik, áður en Martin Ödegaard innsiglaði sigurinn í lokinn.

Real Madrid vann þá mikilvægan 5-1 sigur á RB Salzburg, þar sem Kylian Mbappe skoraði eitt marka liðsins en Rodrygo og Vinicius Junior sitt hvor tvö.

Bayern Munchen tapaði afar óvænt fyrir Feyenoord 3-0 og mistókst að koma sér á meðal efstu átta, sem sleppa við umspilið um sæti í 16-liða úrslitunum.

Úrslit kvöldsins
AC Milan 1-0 Girona
Arsenal 3-0 Dinamo Zagreb
Celtic 1-0 Young Boys
Feyenoord 3-0 Bayern Munchen
PSG 4-2 Manchester City
Real Madrid 5-1 RB Salzburg
Sparta Prag 0-1 Inter

Staðan í Meistaradeildinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool