fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Sport

Strákarnir okkar enn með 100 prósent árangur eftir flotta frammistöðu í kvöld

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 21:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætti Egyptalandi í kvöld í fyrsta leik liðanna í milliriðlum HM. Bæði lið komu með fullt hús stiga úr riðlum sínum inn í þennan leik.

Leikurinn var jafn til að byrja með en íslenska liðið seig smátt og smátt fram úr og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9.

Strákarnir okkar hleyptu Egyptum aldrei of nálægt sér í seinni hálfleiknum, en þar varð munurinn minnst þrjú mörk. Ísland sigldi svo fram úr áður en Egyptar minnkuðu muninn örlítið á ný. Lokatölur í leiknum 27-24.

Atkvæðamestur í liði Íslands í kvöld var Viggó Kristjánsson með 9 mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson átti þá aðra flotta frammistöðu og varði hann 13 skot.

Maður leiksins í boði Olís er hins vegar Aron Pálmarsson, sem var stórkostlegur í kvöld. Gerði hann 8 mörk.

Eftir sigurinn er Ísland á toppi síns milliriðils og jafnframt eina liðið með fullt hús stiga, 6 stig. Möguleikarnir á 8-liða úrslitum eru orðnir ansi góðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern