fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. janúar 2025 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Geir Ottesen var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Víkings. Tekur hann við af Arnari Gunnlaugssyni, sem er nýr þjálfari íslenska karlalandslisðins.

Það hefur legið í loftinu í töluverðan tíma að Sölvi, sem var aðstoðarmaður Arnars í Víkinni, tæki við liðinu. Sjálfur er hann stoltur og undirbúinn fyrir komandi átök.

„Mér líður frábærlega með þetta og er virkilega stoltur af þessu. Ég er þakklátur fyrir traustið sem þeir hafa sýnt mér, að fá að halda áfram á þessari vegferð sem við Víkingar eru á.

Mig er búið að gruna þetta alveg síðan Arnar fór í viðræður við Norrköping í fyrra. Ég er búinn að vera í startholunum síðan þá. Maður vissi að fyrst hann fór ekki í fyrra að hann myndi fara eitthvað annað. Árangur hans með Víkingi hefur bara sýnt það að hann er frábær þjálfari og það voru algjör forréttindi að fá að vinna með honum. Hann er ekki bara frábær þjálfari heldur líka frábær vinur og einstaklingur,“ sagði Sölvi í samtali við 433.is í dag.

video
play-sharp-fill

Sem fyrr segir var Sölvi aðstoðarmaður Arnars og þekkir því hvern krók og kima í Fossvoginum.

„Manni líður svo vel hérna. Allt í kringum meistaraflokkinn og félagið, þetta eru harðir stuðningsmenn og Víkingar inn að beini sem eru hérna. Við stefnum öll að sama markmiði og það er svo mikil samheldni innan klúbbsins, á skrifstofunni og hjá stuðningsmönnum. Þetta er svo vel tengt. Svo bý ég líka í hverfinu og það er eitthvað svo gott að vera Víkingur núna. Ég gæti ekki óskað mér neins meira.“

Sölvi er á leið í alvöru verkefni með Víkinga eftir tæpan mánuð. Mætir liðið gríska stórliðinu Panathinaikos í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar eftir frábæran árangur í deildarkeppninni fyrir áramót.

„Það leggst mjög vel í mig. Þetta er búið að vera skrýtið undirbúningstímabil. Við getum ekki verið á æfingasvæðinu og tekið því rólega eins og er oft á undirbúningstímabili. Við verðum bara strax að setja í fimmta gír og keyra á þetta. Við þurfum að vera klárir ef við ætlum að eiga einhvern séns á móti þeim,“ sagði Sölvi um verkefnið.

Sölvi sagði svo enn fremur að markmið næsta tímabils væri að endurheimta báða titlana hér heima, en ítarlegra viðtal er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur

Sheik Jassim gæti komið að borðinu og reynt að kaupa United aftur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar

Real Madrid leyfir sér að dreyma um Saliba en landar líklegast öðrum frá Englandi í sumar
433Sport
Í gær

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Í gær

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
Hide picture