fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu hjartnæma kveðju Arnars – „Ég elska ykkur öll“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. janúar 2025 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur birti hjartnæma kveðju Arnars Gunnlaugssonar nú fyrir skömmu, en hann hefur yfirgefið félagið og tekur til starfa sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Arnar hefur verið hjá Víkingi í sex ár og gjörbreytt öllu í Víkinni, unnið Íslandsmeistaratitilinn tvisvar og bikarinn fjórum sinnum.

„Jæja elsku Víkingarnir mínir. Nú er komið að kveðjustundinni. Það eru blendnar tilfinningar að þurfa að yfirgefa þennan frábæra klúbb en ég veit að framtíðin verður björt undir stjórn nýrra manna sem þið þekkið mjög vel,“ segir Arnar í kveðju sinni.

„Ég vil þakka fyrir öll þessi ár, allar þessar frábæru minningar. Víkingur er mín fjölskylda. Það sem við höfum áorkað saman er stórkostlegt og eitthvað sem þið getið öll verið stolt af. Að vera Víkingur er lífstíll og það eru ákveðin gildi sem þið þekkið öll. Ég trúi því innilega að framtíðin sé björt. Velgengnin mun vera áfram um ókomna framtíð. Takk fyrir mig, ég elska ykkur öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár

Nýta sér ákvæði í samningi Hallgríms og framlengja hann um eitt ár
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður

Tilbúnir að borga það sem United vill en Antony er ekki sannfærður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund