fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Sport

Logi lýsir yfir áhyggjum – „Hvernig getum við réttlætt það?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. janúar 2025 13:30

Logi Geirsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var til umræðu í Stofunni á RÚV eftir stórsigur Íslands á Grænhöfðaeyjum á HM í gær.

Logi Geirsson kom inn á það eftir leik að Snorri Steinn Guðjónsson og þjálfarar Íslands væru ekki að ná því besta út úr Gísla, sem er lykilmaður í stórliði Magdeburg í Þýskalandi. Gísli skoraði eitt mark í leiknum í gær en spilaði ekki ýkja stóran hluta leiksins.

Gísli Þorgeir. Mynd: DV/KSJ

„Það er eitt sem er farið að trufla mig. Gísli Þorgeir, hvernig getum við réttlætt það að vera með einn heitasta miðjumann í heimi, að spila í Bundesligunni, og að vera ekki að ná nægilega miklu úr honum? Það er líka hlutverk Snorra, í hvaða hlutverki er hann að fara að nota hann? Þetta er áhyggjuefni,“ sagði Logi eftir leik.

Ólafur Stefánsson var einnig í setti og hefur hann fulla trú á að Gísli finni sig á mótinu.

„Ég er með núll áhyggjur af Gísla. Ég hef fulla trú á Gísla með Janusi, þeim tveimur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi

Þjálfari Alberts Guðmundssonar rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“