fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Sport

Afskaplega auðvelt fyrir Strákana okkar í fyrsta leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 21:00

Úr leik kvöldsins. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf leik á HM með afskaplega þægilegum sigri á Grænhöfðaeyjum í Zagreb.

Sigur Strákanna okkar í kvöld var aldrei í hættu. Íslenska liðið sigldi fram úr strax í byrjun og leiddi 18-8 þegar flautað var til hálfleiks.

Munurinn á liðunum í seinni hálfleik varð mest 14 mörk en var hann 13 mörk þegar yfir leið. Lokatölur 34-21.

Orri Freyr Þorkelsson var atkvæðamestur í liði Íslands í kvöld með átta mörk og er hann jafnframt maður leiksins í boði Olís.

Næsti leikur Íslands er á laugardag gegn Kúbu, sem steinlá fyrir Slóvenum í hinum leiknum í þessum riðli í kvöld. Ef allt er eðlilegt verður því úrslitaleikur milli Íslands og Slóveníu í lokaumferð riðlakeppninnar á mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út

Yfirmaður hjá PSG útskýr af hverju félagið henti Donnarumma út
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar