fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Fréttir af andláti Gauksins stórlega ýktar – Breytist í næturklúbbinn Fever á nóttinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. janúar 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær sögur hafa gengið um borgina að sá frægi skemmtistaður, Gaukur á Stöng, sem í seinni tíð er kallaðu Gamli Gaukurinn, heyri nú sögunni til og hafi vikið fyrir næturklúbbnum Fever. Svo er þó ekki.

Einn eigenda Gauksins, Gunnar Rúnarsson, upplýsir í samtali við DV að Gaukurinn starfi áfram í óbreyttri mynd en næturklúbburinn Fever taki yfir á næturhelgum. „Gaukurinn verður áfram. Það hefur einhver misskilningur verið í gangi en það er svo sem ekkert skrýtið í þessum bransa.“

Greinir hann frá því að Jón Pétur Vágseið komi inn í myndina með klúbb sinn Fever og fylli húsið af klúbbastemningu eftir miðnætti um helgar.

„Það hefur verið samdráttur á þessu sviði alls staðar og hjá okkur hefur verið lítið að gera eftir miðnætti, sérstaklega um helgar. Þannig að húsið stóð eiginlega autt og við ákváðum að prufa þetta.“

Á Gauknum verða áfram ýmsir viðburðir eins og tíðkast hefur. Karaeóke-kvöld á þriðjudögum halda áfram, en þau hafa verið mjög vinsæl, og lifandi tónlist og uppistand verða í boði af og til. Þess á milli er þægileg kráarstemning á Gauknum eins og hefur alltaf verið. Gunnar segir að danstónlist sé í boði á Fever, „ekki house og hiphop heldur danstónlist,“ segir hann með áherslu.

Fever opnaði á gamlárskvöld og því er lítil reynsla komin á starfsemina en Gunnar gerir sér vonir um að staðurinn verði vinsæll. „En það er of snemmt að segja til um hvernig þetta verður,“ segir hann.

Sögufrægur staður

Gaukurinn er staðsettur í svokölluðu Blöndalshúsi við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Staðurinn var opnaður árið 1983, sex árum áður en áfengur bjór var leyfður á Íslandi. Bauð staðurinn upp á bjórlíki sem frægt varð og vinsælt á sínum tíma. Nær allan sinn rekstrartíma hefur Gaukurinn verið vinsæll tónleikastaður.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra