fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Þorvaldur ræðir fundina og framhaldið – „Góðir kandídatar í að verða næsti landsliðsþjálfari“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 16:08

Þorvaldur tók við sem formaður KSÍ fyrir tæpu ári. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, var sáttur við fundi sem sambandið átti í vikunni með þeim einstaklingum sem koma til greina sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Sambandið ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, í dag en hafði áður rætt við Frey Alexandersson og erlendan þjálfara, en nafn þess er ekki getið sem stendur.

„Við höfum átt mjög góða fundi með Arnari og Frey, bæði ég og varaformennirnir. Við höfum setið með þessum aðilum, þetta eru frábærir einstaklingar og góðir kandídatar í að verða næsti landsliðsþjálfari,“ segir Þorvaldur í samtali við 433.is.

Sem fyrr segir hefur erlendur þjálfari einnig mætt á fund KSÍ. „Það var annar frábær einstaklingur sem var rætt við. Við erum sátt með vikuna eins og er.“

En er sambandið nálægt því að taka lokaákvörðun um næsta landsliðsþjálfara eftir fundina undanfarið? „Við tökum spjallið á morgun og næstu daga, ráðfærum okkur við hvort annað og tökum þetta áfram næstu daga. Það var mjög gott að hitta þessa aðila í vikunni,“ segir Þorvaldur.

Það er ekki vitað hvenær ákvörðun um næsta landsliðsþjálfara mun liggja fyrir. „Ég hef engan tíma á því. Við reynum að gera þetta vel en eins hratt og við mögulega getum. Við erum með gott fólk í að fara yfir kostina sem eru í boði.“

Hver kandídat hefur sem stendur farið í eitt viðtal. Er líklegt að þeir verði boðaðir til viðtals á ný? „Það er eitthvað sem við ákveðum síðar,“ segir Þorvaldur varðandi það.

Staða landsliðsþjálfara hefur verið laus síðan Age Hareide hætti undir lok nóvember. Fyrsta verkefni nýs landsliðsþjálfara verður að fara í umspil um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar. Svo tekur við undankeppni HM 2026.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

„Það er allt upp á tíu hér“

„Það er allt upp á tíu hér“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Komið í ljós hver ljóshærða konan er – Þekkt fyrir efni sem hún framleiðir fyrir klámsíður

Komið í ljós hver ljóshærða konan er – Þekkt fyrir efni sem hún framleiðir fyrir klámsíður