fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Æsispennandi erkifjendaslag lauk með jafntefli á Anfield

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. janúar 2025 18:27

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklum spennuleik milli Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka. Niðurstaðan varð jafntefli eftir fjörugan leik.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik, þar sem Liverpool var ívið sterkari aðilinn. Seinni hálfleikur var hins vegar afar líflegur.

Lisandro Martinez kom United yfir á 52. mínútu en lifði sú forysta aðeins í nokkrar mínútur því eftir tæpan klukkutíma leik jafnaði Cody Gakpo fyrir heimamenn.

Liverpool fékk víti á 70. mínútu og fór Mohamed Salah og skoraði. Einhverjir héldu að Liverpool tæki yfir leikinn í kjölfarið en United svaraði hins vegar með marki Amad Diallo tíu mínútum síðar.

Lokamínúturnar voru æsispennandi og reyndu bæði lið að sækja sigurinn. Fékk Harry Maguire til að mynda eitt besta færi leiksins í blálokin. Allt kom þó fyrir ekki og lokatölur 2-2 jafntefli.

Úrslitin þýða að Liverpool er áfram á toppi deildarinnar með 46 stig, 6 stigum á undan Arsenal og á einnig leik til góða.

Þrátt fyrir þetta sterka jafntefli er United í 13. sæti deildarinnar með 23 stig, mikið verk að vinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni

Harðar aðgerðri lögreglu bera árangur – Hættir að selja ólöglegt efni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá kvíða sem gerði henni lífið leitt – Var föst á baðherbergisgólfinu og fór að missa hárið

Segir frá kvíða sem gerði henni lífið leitt – Var föst á baðherbergisgólfinu og fór að missa hárið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Í gær

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu

Beckham og Messi að sækja aðra stórstjörnu
433Sport
Í gær

Segir að allir leikmenn elski Salah

Segir að allir leikmenn elski Salah