fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Af hverju gerist þetta varla lengur á Íslandi? – „Þetta horfir þannig við mér“

433
Sunnudaginn 5. janúar 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2024 var gert upp í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.

Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla hafa lítið verið í því að verja titla undanfarin ár. Það gerði Valur síðast árið 2018 og barst þetta í tal þegar Besta deild karla var tekin fyrir í þættinum.

Ríkharð telur ljóst að það spili inn í að lið séu farin að komast lengra í Evrópukeppni. Breiðablik fór í riðlakeppni Sambansdeildarinnar 2023 og Víkingur gerði gott betur og fór í útslattarkeppnina sem hefst nú eftir áramót á þessu ári.

video
play-sharp-fill

„Þetta horfir þannig við mér, þó Víkingar hafi verið nálægt þessu í ár, að ef lið eru í þessu Evrópuævintýri, þá þarftu bara að vera með 22 leikmenn og leikmenn sem veikja ekki neina stöðu þegar þeir koma inn,“ sagði Ríkharð.

Víkingur tapaði í hreinum úrslitaleik gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í fyrra og tapaði þá úrslitaleik gegn KA í bikarnum. Liðið vann því næstum því tvöfalt þrátt fyrir árangur sinn í Evrópu. „Arnar Gunnlaugsson (þjálfari Víkings) nánast fullkomnar þetta, er tveimur leikjum frá þessu,“ sagði Helgi.

Það er þó ekkert nýtt að það sé erfitt að verja titla, eins og Kristján benti réttilega á í þættinum. „Sir Alex sagði alltaf að það er erfiðara að verja titil en sækja hann.“

Umræðan um Bestu deildina í heild er í spilaranum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum
Hide picture