fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Átök á bak við tjöldin hjá United – Amorim reifst við eigin leikmann

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er greinilegt að eitthvað gengur á á bak við tjöldin hjá Manchester United því stjórinn Ruben Amorim og sóknarmaðurinn Joshua Zirkzee eru sagðir hafa átt í átökum.

Amorim skipti Zirkzee af velli eftir aðeins um hálftíma í 0-2 tapi gegn Newcastle fyrir áramót. Stuðningsmenn fögnuðu í kaldhæðnistón þegar Hollendingurinn fór af velli, en hann hefur ekki heillað á Old Trafford frá því hann kom til United frá Bologna í sumar.

Zirkzee fór niður leikmannagöngin eftir að hafa verið skipt af velli og samkvæmt fréttum var hann gráti næst. Hann kom þó og tók sér sæti á varamannabekk United skömmu síðar.

Nú segir ítalski miðillinn Corriere dello Sport svo að Amorim og Zirkzee hafi rifist á bak við tjöldin. Þar kemur einnig fram að Zirkzee vilji fara á láni í janúarglugganum.

Hann hefur til að mynda verið sterklega orðaður við Juventus. Þar er hans fyrrum stjóri frá tímanum hjá Bologna, Thiago Motta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“