fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Tíðindin hörmulegu mögulega lán í óláni fyrir Strákana okkar?

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 31. desember 2024 18:52

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2024 var gert upp í Íþróttavikunni á 433.is á dögunum. Þá mættu Ríkharð Óskar Guðnason og Kristján Óli Sigurðsson í settið til Helga Fannars og Harðar Snævars.

Það var að sjálfsögðu rætt um karlalandsliðið í handbolta í þættinum. Liðið datt út í milliriðli á EM á árinu sem er að líða en er á leið á HM eftir áramót, þar sem andstæðingarnir í riðlinum verða Slóvenar, Grænhöfðaeyjar og Kúba.

„Ég nenni ekki upp úr einhverjum riðli í 300. skipti. Ég vil keppa um einhvern málm,“ sagði Kristján ómyrkur í máli í þættinum.

video
play-sharp-fill

Lykilmaðurinn Ómar Ingi Magnússon verður ekki með á mótinu vegna meiðsla. Er það mikið áfall en það má líka finna í því tækifæri segja spekingarnir.

„Það er of mikið af líkum leikmönnum og of mikið hnoð. Þegar við fengum Þorstein Leó inn á móti Ísrael var einhver sem gat hoppað upp upp úr engu og dúndrað á markið. Handbolti þarf ekki alltaf að vera flókin,“ sagði Ríkharð og hélt áfram.

„Gísli og Ómar eru gegnumbrotsgæjar. Þeir vilja fara í gegnum varnirnar. En það er auðvitað hræðilegt að vera ekki með Ómar.“

En hvernig getur Ísland farið sem lengst á mótinu? „Við þurfum að vera með markvörsluna í lagi. Það er númer 1, 2 og 3. Þetta er mjög einfalt,“ sagði Ríkharð.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
Hide picture