Hákon Rafn Valdimarsson spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Hákon hefur verið varamarkvörður Brentford á leiktíðinni og fékk þá nokkur tækifæri í deildabikarnum.
Mark Flekken byrjaði leikinn í marki Brentford en hann meiddist í fyrri hálfleik og þurfti að fara af velli.
Hákon fékk að spila um klukkutíma í leiknum og þótti standa sig með prýði á milli stanganna.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli.