Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun kanna leikmannagluggann í janúar eftir hörmulegt gengi undanfarið.
Fjórfaldir Englandsmeistarar City hafa aðeins unnið einn leik af síðustu tólf í öllum keppnum og er liðið í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 14 stigum á eftir toppliði Liverpool, sem einnig á leik til góða.
„Janúarglugginn er ekki auðveldur. Við viljum fá inn leikmenn fyrir næstu 3-5 árin,“ segir Guardiola um leikmannamál.
Ljóst er að meiðsli Rodri, lykilmanns City, hafa til að mynda sett mikið strik í reikninginn fyrir Guardiola og hans menn.
„Við munum samt reyna að finna leikmenn því við getum ekki þraukað svo lengi með svo marga leikmenn meidda.“