fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Gummi Ben heyrir köllin þar sem hann situr við eldhúsborðið heima hjá sér – „Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum“

433
Mánudaginn 23. desember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Guðmundur stýrir umfjöllun um Bestu deild karla á Stöð 2 Sport og var rætt um deildina í þættinum. Þar var KR sérstaklega tekið fyrir og komandi tímar undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem tók við sem þjálfari á miðju tímabili.

video
play-sharp-fill

„Það fyllti mig strax bjartsýni þegar Óskar tók við. Hann er frábær þjálfari sem mun gera allt sem hann getur til að rífa KR upp í hæstu hæðir. Hvort það verði á næsta tímabili er ég ekkert alveg sannfærður um,“ sagði Guðmundur, sem er stuðningsmaður KR og fyrrum leikmaður liðsins.

„Ég fæ ótrúlega góða tilfinningu þegar KR er að æfa. Það er yfirleitt klukkan 11 á virkum dögum og ég heyri hverja einustu æfingu og hvað Óskar vill að sé gert, ég heyri það heim sko. Sit við eldhúsborðið og heyri að Óskar vill meiri kraft, vill þetta og hitt. Ég hef trú á því að við munum sjá gjörólíkt KR-lið. Það verður mikill kraftur í þessu liði,“ sagði hann.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?
Hide picture