fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Margir tjá sig um brottrekstur Freys – „Verst að það er ekki hægt að reka þessa glötuðu leikmenn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 17. desember 2024 21:27

Freyr Alexandersson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og gengur og gerist eru skiptar skoðanir á meðal stuðningsmanna í kjölfar þess að Freyr Alexandersson var látinn fara sem þjálfari Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni.

Freyr tók við fyrir um ári síðan og bjargað Kortrijk á magnaðan hátt frá falli úr belgísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Gengið undanfarið hefur ekki verið gott og liðið í þriðja neðsta sæti eftir 18 leiki. Einhverjir stuðningsmenn kölluðu eftir höfði Freys sem nú er farinn.

Meira
Freyr látinn fara í Belgíu

Fjöldi stuðningsmanna Kortrijk hefur tjáð sig um ákvörðun félagsins um að láta Frey fara.

„Nú þurfa leikmenn að sanna að það séu næg gæði í þessum hópi. Ég er viss um að við getum snúið þessu við með nýjum þjálfara,“ skrifaði einn þeirra.

„Þetta er ekki þjálfaranum að kenna. Verst að það er ekki hægt að reka þessa glötuðu leikmenn,“ skrifaði annar og fleiri tóku í svipaðan streng.

„Það er ekki allt þjálfaranum að kenna. Fyrirliðinn er líka slakur og það er tími til að hressa upp á alla þætti liðsins.“

Einhverjir voru þó alveg sammála Kortrijk, það hafi verið rétt ákvörðun að láta Frey fara.

„Einni viku of seint en rétt ákvörðun,“ skrifaði einn.

„Þetta var óhjákvæmilegt. Hann bætti liðið mikið þegar hann kom en úrslitin á þessari leiktíð hafa ekki verið nógu góð,“ skrifaði annað.

Einn stuðningsmaður var svo með einföld skilaboð. „En leiðinlegt,“ skrifaði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea