fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

433
Föstudaginn 13. desember 2024 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Sævar hefur verið hjá Lyngby síðan 2021 og verður samningslaus eftir tímabilið. Hann hefur átt í viðræðum við félagið undanfarið en sem stendur eru aðilarnir ekki nálægt því að ná saman.

„Ég ætla að byrja á að leiðrétta einn misskilning. Það komu fréttir fyrir 1-2 mánuðum um að Lyngby hefði ekkert rætt við mig. Þeir eru búnir að gera það,“ sagði Sævar í þættinum.

video
play-sharp-fill

„Við erum ekki sammála um margt svo við erum ekki nálægt því að semja eins og er. Það er áhugi hjá mér að prófa eitthvað utan Skandinavíu ef það er hægt. En aftur á móti er mjög þægilegt að vera í Lyngby, ég elska félagið.“

Sævar er sem dæmi með einn áfangastað í huga, yfirgefi hann Lyngby á næstunni.

„Ég held að þýska B-deildin myndi henta mér mjög vel. Ísak Bergmann er til dæmis að standa sig vel þar núna. Hann er búinn að bæta sig mikið þarna,“ sagði Sævar, en Ísak er leikmaður Fortuna Dusseldorf.

„Það er mikið spilað maður á mann þarna, þetta er líkamleg deild og hröð.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám
Hide picture