Hörmungar Manchester City halda áfram en liðið tapaði 2-0 gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í kvöld og er City í alvöru brasi.
City er í 22 sæti í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og á liðið útileik gegn PSG í næstu umferð í janúar.
Dusan Vlahovic og West McKennie skoruðu mörk Juventus
Arsenal gekk frá Monaco á heimavelli þar sem Bukayo Saka skoraði tvö og Kai Havertz eitt í 3-0 sigri.
Fimm mörk voru skoruð í síðari hálfleik þegar Dortmund og Barcelona mættust en Ferran Torres skoraði sigurmarkið í 2-3 sigri.
Fleiri áhugaverð úrslit voru og þau eru hér að neðan.
Úrslit kvöldsins:
AC Milan 2 – 1 Rauða stjarnan
Arsenal 3 – 0 Monaco
Benfica 0 -0 Bologna
Dortmund 2 – 3 Barcelona
Feyenoord 4 – 2 Sparta Prag
Juventus 2 – 0 Manchester City
Stuttgart 5 – 1 Young Boys