fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Fókus
Miðvikudaginn 11. desember 2024 09:30

Bríet Ísis Elfar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistargagnrýnandinn Jónas Sen gefur hátíðartónleikum Bíretar í Silfurbergi í Hörpu síðastliðið sunnudagskvöld slaka dóma. Segir hann söngstíl Bíetar vera einkennilegan. Þetta kemur fram í dómi á Vísir.is is.

„Söngstíllinn var undarlegur, það var nánast eins og Bríet opnaði aldrei almennilega munninn þegar hún söng. Samhljóðar voru linir og loðnir og stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið. Útkoman var sú að maður skildi varla nokkuð sem hún söng. Fyrir bragðið fór inntak laganna – sem voru fjölmörg – fyrir ofan garð og neðan.“

Jónas, sem gefur tónleikunum tvær og hálfa stjörnu af fimm mögulegum, segir að lögin sem Bríet flutti hafi verið keimlík og lítil fjölbreytni í útsetningum. Hann hrósar þó gestum Bríetar á tónleikunum, sem hann segir hafa verið með allt á hreinu, en þetta voru Högni Egilsson, Ásgeir Trausti, Valdimar og Birnir.

Jónas segir að hvítklæddur barnakór sem söng með Bríeti í nokkrum lögum hafi virkað bældur og söngurinn of lágstilltur.

Jónas segir að heildarútkoman hafi ekki verið sérstök og stemningin ekki heldur.

„Áheyrendur klöppuðu yfirleitt bara pent á eftir hverju lagi og húrrahróp hér og þar voru fyrst og fremst kurteisleg. Enginn stóð upp og dansaði. Manni leið eins og á virðulegum kammertónleikum.“

Segir hann tónleikana í heild hafa verið rislitla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“